Algengar spurningar

Hvernig leita ég að leiðbeiningum fyrir sjúklinga, handbókum eða notkunarleiðbeiningum?

Veldu land og tungumál úr fellivalmyndunum, veldu hvort þú ert heilbrigðisstarfsmaður eða sjúklingur og smelltu á Halda áfram. Skrifaðu síðan vöruheiti (t.d. XIENCE) eða flokk (stoðnet) í leitargluggann til að finna leiðbeiningar eða handbækur fyrir sjúklinga, eða notkunarleiðbeiningar. Leitarniðurstöðurnar sýna leiðarvísi eða handbækur fyrir sjúklinga og notkunarleiðbeiningar sem eiga við fyrir það land, tungumál og vöru sem eru valin.

Ef þú vilt leita eftir sérgrein vöru og flokki skaltu velja land og tungumál úr fellivalmyndunum, veldu hvort þú ert heilbrigðisstarfsmaður eða sjúklingur og smelltu á Halda áfram. Veldu síðan sérgrein (t.d. æðar) og flokk (t.d. inngrip í gallblöðru). Leitarniðurstöðurnar sýna leiðarvísi eða handbækur fyrir sjúklinga og notkunarleiðbeiningar sem eiga við fyrir það land, tungumál og vöru sem valin er.

Af hverju er landið mitt ekki skráð á listanum? (Eingöngu notkunarleiðbeiningar)

Hugsanlega er varan ekki samþykkt í landinu sem var valið og/eða er ekki samþykkt fyrir rafrænar notkunarleiðbeiningar eins og er.  Notkunarleiðbeiningar á pappírssniði munu fylgja með vörunni.  Ef þú þarft að fá eintak af notkunarleiðbeiningunum skaltu hafa samband við þjónustudeild.

Af hverju er varan ekki skráð í mínu landi? (Eingöngu notkunarleiðbeiningar)

Hugsanlega er varan ekki samþykkt í landinu sem var valið og/eða er ekki samþykkt fyrir rafrænar notkunarleiðbeiningar eins og er.  Notkunarleiðbeiningar á pappírssniði munu fylgja með vörunni.  Ef þú þarft að fá eintak af notkunarleiðbeiningunum skaltu hafa samband við þjónustudeild.

Get ég notað leiðbeiningar fyrir sjúklinga eða notkunarleiðbeiningarnar frá öðru landi?

Nei, það verður að nota leiðbeiningar fyrir sjúklinga og notkunarleiðbeiningar sem eru samþykktar fyrir hvert land. 

Hvernig skoða ég leiðbeiningar eða handbækur fyrir sjúklinga, eða notkunarleiðbeiningar?

Smelltu á pdf-myndina í leitarniðurstöðunum.  Skráin mun opnast í vafranum þínum.  Hægt er að vista skrána, leita í henni eða prenta hana út með Adobe Reader.   Hægt er að finna ókeypis pdf-lesara hér frá Adobe Systems.

Vafrar sem mælt er með að nota eru:

Chrome. Farðu á Google til að sækja.

Mozilla Firefox. Farðu á Mozilla til að sækja.

Internet Explorer (IE) 8.0-10.0. Farðu á Microsoft til að sækja.

Safari. Farðu á Apple til að sækja.

Hvernig skoða ég eldri útgáfur af leiðbeiningum fyrir sjúklinga eða notkunarleiðbeiningum?

Fyrir viðskiptavini utan Bandaríkjanna sýna leitarniðurstöðurnar eiginleika til að stækka og sýna eldri útgáfur, skjalanúmer og útgáfudagsetningar.

Hvernig veit ég hvort leiðbeiningum fyrir sjúklinga eða notkunarleiðbeiningum hefur verið breytt?

Leiðbeiningum fyrir sjúklinga eða notkunarleiðbeiningum getur verið breytt af og til, komdu því á þessa vefsíðu til að fá nýjustu útgáfuna.

Hvernig fæ ég að vita ef notkunarleiðbeiningum hefur verið breytt af öryggisástæðum?

Abbott er með formlegt ferli til að ákvarða hvenær öryggisaðgerðir (FSCA) eru nauðsynlegar. Stundum getur FSCA falið í sér áríðandi breytingar á notkunarleiðbeiningum. Í þessum tilfellum krefst ferli Abbott þess að öryggistilkynning sé send til allra heilbrigðisþjónustuaðila sem fengu vöruna sem um ræðir, til að láta vita af breyttu notkunarleiðbeiningunum. Öryggistilkynningar eru yfirleitt sendar til heilbrigðisþjónustuaðila í gegnum gæða- og sölufyrirtæki Abbott.

Hvernig sæki ég rafrænar leiðbeiningar fyrir sjúklinga eða notkunarleiðbeiningar?

Smelltu á pdf-myndina í leitarniðurstöðunum til að fá nýjustu útgáfuna.  Skráin mun opnast í vafranum þínum.  Hægt er að vista skrána, leita í henni eða prenta hana út með Adobe Reader. Hægt er að finna ókeypis pdf-lesara hér frá Adobe Systems.

Hvernig prenta ég rafrænar leiðbeiningar fyrir sjúklinga eða notkunarleiðbeiningar?

Smelltu á pdf-myndina í leitarniðurstöðunum til að fá nýjustu útgáfuna.  Skráin mun opnast í vafranum þínum.  Hægt er að vista skrána, leita í henni eða prenta hana út með Adobe Reader. Hægt er að finna ókeypis pdf-lesara hér frá Adobe Systems.

Hvar finn ég útskýringar á táknum á merkimiðanum?

Allar leiðbeiningar fyrir sjúklinga og notkunarleiðbeiningar eru með skilgreiningar á táknum á merkimiðanum.

Hvernig bið ég um pappírseintak af leiðbeiningum fyrir sjúklinga eða notkunarleiðbeiningum?

Hafðu samband við þjónustudeildina í gegnum síma, fax eða tölvupóst á síðunni Hafa samband.

Hversu fljótt fá viðskiptavinir utan Bandaríkjanna pappírseintak af leiðbeiningum fyrir sjúklinga eða notkunarleiðbeiningum?

Viðskiptavinir utan Bandaríkjanna geta fengið prentað eintak af leiðbeiningum fyrir sjúklinga eða notkunarleiðbeiningum að kostnaðarlausu innan 7 daga. 

Á hvaða tungumálum er hægt að fá rafrænar leiðbeiningar fyrir sjúklinga og notkunarleiðbeiningar?

Rafrænar leiðbeiningar fyrir sjúklinga og notkunarleiðbeiningar fyrir sjúklinga í Evrópu eru fáanlegar á ensku, þýsku, frönsku, spænsku, ítölsku, portúgölsku, sænsku, hollensku, dönsku, grísku, pólsku, ungversku, tékknesku, tyrknesku, norsku, búlgörsku, rúmensku, rússnesku, finnsku, slóvakísku, eistnesku, lettnesku, litháísku, slóvensku, úkraínsku, króatísku, serbnesku og makedónsku.

Hvað gerist ef upp kemur vandamál með pöntunina eða ef ég á í vandræðum með að panta handbækur?

Hafðu samband við þjónustudeildina í gegnum síma, fax eða tölvupóst á síðunni Hafa samband ef þú ert með spurningar um pöntunina þína. Þú getur skoðað og sótt stafrænar útgáfur af handbókum á þessu vefsvæði allan sólarhringinn.

WL2948772 Rev. B